Við skiljum eftir okkur djúp spor Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Þar sem maðurinn kemur ekki nærri, þar eru engir sorphaugar, þar er ekkert afgangs. Þar sem maðurinn kemur ekki þar þrífst dýraríki og jurtaríki með sjálfbærri þróun. Þar sem maðurinn er, þar fer margt á verri veg. Hvað er það sem gerir að við getum ekki farið um með friði? Því þarf að eyðileggja svo margt? Getum við ekki farið okkur hægar? Tekið meira tillit til náttúrunnar? Fréttablaðið hefur, í vönduðum fréttaskýringum, bent okkur á hversu miklir fantar við erum. Við höfum með ágangi okkar, alveg frá landnámi og til dagsins í dag, sett okkar mark á náttúruna. Með framgöngu okkar höfum við haft mikil áhrif á lífsskilyrði fugla, fiska í ám og á veðurfar. Brynhildur Davíðsdóttir, sem er hvort tveggja líffræðingur og hagfræðingur, hefur ítrekað bent okkur á að við verðum að meta og virða hversu mikið náttúran getur þjónað okkur. Ef við ætlumst til of mikils af náttúrunni þá fer illa. Í fréttaskýringu Svavars Hávarðssonar í blaðinu í dag segir: „Stór hluti þeirra vistkerfa sem einkenndu Ísland við landnám hefur glatast og búsvæði fjölbreyttra lífvera hefur hnignað í beinu samhengi. Mikilvægi þess starfs sem lýtur að því að endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins er óumdeilt, en fáir hafa það kannski hugfast eftir hversu miklu er að slægjast – bæði í lífsgæðum og fjárhagslega.“ Þar segir einnig: „Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, segir að gríðarlega margt hafi tapast; Íslendingar hafi lifað af þurrlendisvistkerfum landsins um aldir og álagið hafi tekið sinn toll. „Við áttum okkur ekki oft á því að þegar gróður hvarf af hálendinu hafði það töluverð áhrif á veðurfar. Þetta hafa rannsóknir sérfræðinga Veðurstofu Íslands sýnt fram á. Meðal þess sem tengist því er hversu miklu hraðar sandarnir hitna en gróið land. Það hefur líka áhrif á vatnafar. Þegar gróður hverfur þá heldur landið ekki vatninu, sem á skömmum tíma hverfur í næsta árfarveg og til sjávar. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Guðmundur.“ Hvað ef við viljum girða okkur í brók? Hvað ber að gera? Græða upp landið, og það strax. Það liggur á. Hver hektari lands, þar sem aðeins þarf að styrkja gróður með áburðargjöf, kostar helmingi minna en þar sem bæði þarf áburð og grasfræ. Ef allt er farið á versta veg nálgast kostnaðurinn að vera tífaldur. Það má áætla að hver hektari kosti um 60 til 70 þúsund þegar aðeins þarf áburð en hálfa milljón þegar beita þarf öllum úrræðum til þess að endurheimta illa farið land. Ef menn vilja leika sér með tölur þá má minna á þá 500.000 hektara lands sem landgræðslustjóri telur brýnt að ráðast í að bæta sem allra fyrst – og hvað aðgerðarleysi kostar. Við keppumst við að hafa hallalaus fjárlög, annað kostar okkur svo mikið. Opnum einnig augun fyrir þeim staðreyndum sem bent hefur verið á með ástand landsins. Allt hik kostar mikið, kostnaðurinn getur tífaldast. Aðgerðir strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun
Þar sem maðurinn kemur ekki nærri, þar eru engir sorphaugar, þar er ekkert afgangs. Þar sem maðurinn kemur ekki þar þrífst dýraríki og jurtaríki með sjálfbærri þróun. Þar sem maðurinn er, þar fer margt á verri veg. Hvað er það sem gerir að við getum ekki farið um með friði? Því þarf að eyðileggja svo margt? Getum við ekki farið okkur hægar? Tekið meira tillit til náttúrunnar? Fréttablaðið hefur, í vönduðum fréttaskýringum, bent okkur á hversu miklir fantar við erum. Við höfum með ágangi okkar, alveg frá landnámi og til dagsins í dag, sett okkar mark á náttúruna. Með framgöngu okkar höfum við haft mikil áhrif á lífsskilyrði fugla, fiska í ám og á veðurfar. Brynhildur Davíðsdóttir, sem er hvort tveggja líffræðingur og hagfræðingur, hefur ítrekað bent okkur á að við verðum að meta og virða hversu mikið náttúran getur þjónað okkur. Ef við ætlumst til of mikils af náttúrunni þá fer illa. Í fréttaskýringu Svavars Hávarðssonar í blaðinu í dag segir: „Stór hluti þeirra vistkerfa sem einkenndu Ísland við landnám hefur glatast og búsvæði fjölbreyttra lífvera hefur hnignað í beinu samhengi. Mikilvægi þess starfs sem lýtur að því að endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins er óumdeilt, en fáir hafa það kannski hugfast eftir hversu miklu er að slægjast – bæði í lífsgæðum og fjárhagslega.“ Þar segir einnig: „Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, segir að gríðarlega margt hafi tapast; Íslendingar hafi lifað af þurrlendisvistkerfum landsins um aldir og álagið hafi tekið sinn toll. „Við áttum okkur ekki oft á því að þegar gróður hvarf af hálendinu hafði það töluverð áhrif á veðurfar. Þetta hafa rannsóknir sérfræðinga Veðurstofu Íslands sýnt fram á. Meðal þess sem tengist því er hversu miklu hraðar sandarnir hitna en gróið land. Það hefur líka áhrif á vatnafar. Þegar gróður hverfur þá heldur landið ekki vatninu, sem á skömmum tíma hverfur í næsta árfarveg og til sjávar. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Guðmundur.“ Hvað ef við viljum girða okkur í brók? Hvað ber að gera? Græða upp landið, og það strax. Það liggur á. Hver hektari lands, þar sem aðeins þarf að styrkja gróður með áburðargjöf, kostar helmingi minna en þar sem bæði þarf áburð og grasfræ. Ef allt er farið á versta veg nálgast kostnaðurinn að vera tífaldur. Það má áætla að hver hektari kosti um 60 til 70 þúsund þegar aðeins þarf áburð en hálfa milljón þegar beita þarf öllum úrræðum til þess að endurheimta illa farið land. Ef menn vilja leika sér með tölur þá má minna á þá 500.000 hektara lands sem landgræðslustjóri telur brýnt að ráðast í að bæta sem allra fyrst – og hvað aðgerðarleysi kostar. Við keppumst við að hafa hallalaus fjárlög, annað kostar okkur svo mikið. Opnum einnig augun fyrir þeim staðreyndum sem bent hefur verið á með ástand landsins. Allt hik kostar mikið, kostnaðurinn getur tífaldast. Aðgerðir strax.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun