Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2015 18:41 Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann. Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann.
Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira