Rúnar: Ætla ekki að taka Markussen á þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2015 13:00 Rúnar á ferðinni með landsliðinu á EM í fyrra. vísir/daníel Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka." HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka."
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti