Sér eftir að hafa deilt myndbandinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2015 14:44 Ahmed Merabet var skotinn til bana af Kouachi bræðrunum fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo. Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15
Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33