Stjórnvöld í Malasíu hafa nú formlega lýst hvarfi MH370, vélar malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, sem slysi og eru nú allir sem voru um borð taldir af.
Ekkert hefur spurst til vélarinnar frá því að hún hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi 8. mars 2014.
Talsmaður yfirvalda segir leit enn standa yfir en að allir þeir 239 sem voru um borð séu taldir af.
Vélin var á leið frá malasísku höfuðborginni Kuala Lumpur til Beijing í Kína þegar hún hvarf.
Flestir farþega um borð í vélinni voru Kínverjar.

