Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 09:00 Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson eða Gaupi, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, rifjaði það upp þegar Ólafur Stefánsson meiddist á æfingu á HM í Svíþjóð 2011. Þá var strax ákveðið að halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. „Þarna kemur læknir íslenska liðsins strax eftir Tékkaleikinn og gefur það út að Aron spili ekki næsta leik. Hvernig lítur þú á þetta mál í heild sinni," spurði Hörður Gaupa. Sjá einnig:Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja eitthvað. Það var nánast allt vitlaust síðast þegar ég sagði að hann væri skyldugur að spila hefði hann heilsu til. Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök. Hann á ekki að vera gapa um þetta því þetta á að koma frá þjálfara liðsins," sagði Gaupi. „Þjálfarinn á að segja að leikmaðurinn sé ekki klár. Ekki læknirinn því hann hefur ekkert með þetta að gera. Það var einhver feluleikur með þetta en við vitum það að Aron Pálmarsson lenti í líkamsárás,“ sagði Gaupi um líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur seint í desember.. „Hann kemur inn í liðið og er ekki búinn að ná sér og fær síðan högg í leiknum á móti Tékkum. Læknirinn kemur og segir í fjölmiðlum að hann sé með vægan heilhristing. Það er væntanlega hárrétt hjá lækninum því hann er með stöðugan höfuðverk," segir Guðjón og bætir við: „Læknirinn metur það þannig að hann geti ekki leikið og við getum ekkert gert við því. Mér fannst það skrítið hvað menn voru hrikalega fljótir að gefa þetta út. Það var algjör óþarfi," sagði Guðjón. Hörður benti síðan á það að læknir íslenska liðsins hafi komið fram daginn fyrir leikinn við Dani og talað um að það væri helmingslíkur á því að Aron Pálmarssyni spili. Þá var komið allt annað hljóð hjá honum en svo komu tíðindin í gærmorgun að Aron spili ekki leikinn um kvöldið.Sjá einnig:Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum „Ég kannaði þetta í dag og var búinn að gera það áður. Sérfræðingar segja að ef hann er með höfuðverk þá getur hann ekki spilað. Þá er hann ekki leikfær og því alveg hárrétt ákvörðun að láta hann ekki spila," sagði Guðjón. Það er hægt að sjá alla umræðuna um mál Arons Pálmarssonar í HM-kvöldinu hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson eða Gaupi, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, rifjaði það upp þegar Ólafur Stefánsson meiddist á æfingu á HM í Svíþjóð 2011. Þá var strax ákveðið að halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. „Þarna kemur læknir íslenska liðsins strax eftir Tékkaleikinn og gefur það út að Aron spili ekki næsta leik. Hvernig lítur þú á þetta mál í heild sinni," spurði Hörður Gaupa. Sjá einnig:Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja eitthvað. Það var nánast allt vitlaust síðast þegar ég sagði að hann væri skyldugur að spila hefði hann heilsu til. Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök. Hann á ekki að vera gapa um þetta því þetta á að koma frá þjálfara liðsins," sagði Gaupi. „Þjálfarinn á að segja að leikmaðurinn sé ekki klár. Ekki læknirinn því hann hefur ekkert með þetta að gera. Það var einhver feluleikur með þetta en við vitum það að Aron Pálmarsson lenti í líkamsárás,“ sagði Gaupi um líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur seint í desember.. „Hann kemur inn í liðið og er ekki búinn að ná sér og fær síðan högg í leiknum á móti Tékkum. Læknirinn kemur og segir í fjölmiðlum að hann sé með vægan heilhristing. Það er væntanlega hárrétt hjá lækninum því hann er með stöðugan höfuðverk," segir Guðjón og bætir við: „Læknirinn metur það þannig að hann geti ekki leikið og við getum ekkert gert við því. Mér fannst það skrítið hvað menn voru hrikalega fljótir að gefa þetta út. Það var algjör óþarfi," sagði Guðjón. Hörður benti síðan á það að læknir íslenska liðsins hafi komið fram daginn fyrir leikinn við Dani og talað um að það væri helmingslíkur á því að Aron Pálmarssyni spili. Þá var komið allt annað hljóð hjá honum en svo komu tíðindin í gærmorgun að Aron spili ekki leikinn um kvöldið.Sjá einnig:Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum „Ég kannaði þetta í dag og var búinn að gera það áður. Sérfræðingar segja að ef hann er með höfuðverk þá getur hann ekki spilað. Þá er hann ekki leikfær og því alveg hárrétt ákvörðun að láta hann ekki spila," sagði Guðjón. Það er hægt að sjá alla umræðuna um mál Arons Pálmarssonar í HM-kvöldinu hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30
Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00
Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn