Sverre lék líklega síðasta landsleikinn í kvöld: Ennþá sárara Arnar Björnsson í Katar skrifar 26. janúar 2015 20:25 Sverre Jakobsson lék í tæpar 18 mínútur í vörninni gegn Dönum í kvöld. Hann reiknar með því að þetta hafi verið síðasti landsleikur hans en segist þó vera til taks í umspilsleikina í Evrópukeppninni verði kallað á hann. „Þetta eru bara mikil vonbrigði það er ekki mikið hægt að segja. Við vorum að elta allan tímann og þetta var bara erfitt. Við lendum undir í byrjun og vorum allan tímann að elta þá og því miður náðum við ekki að komast almennilega inn í leikinn," sagði Sverre. Var þetta kveðjuleikur þinn? „Já það er mjög líklegt ekki nema að eitthvað komi uppá og að Aron hringi vegna meiðsla eða hann lendi í einhverjum vandræðum. Annars lít ég á þetta sem minn síðasta landsleik," sagði Sverre. Viltu ekki taka einn eða tvo í viðbót til að ljúka ferlinum með sigri? „Jú, jú en annars er ég svo sem ekkert að pæla í þessu núna en ég leit á þetta sem minn síðasta leik og þess vegna er það ennþá sárara," sagði Sverre. Var eitthvað að í undirbúningi liðsins maður hlýtur að spyrja þeirrar spurningar því liðið var ekki að byrja marga leikina nógu vel? „Nei ég get ekki bent á neitt sem mér fannst að. Við undirbjuggum okkur á svipaðan hátt fyrir hvern leik og mér fannst við vel undirbúningar og tilbúnir með klárt plan bæði sóknar og varnarlega. En það tókst ekki að framkvæma það að minnsta kosti ekki í byrjun. Svo reyndum við að komast hægt og rólega inn í leikinn og vonuðumst eftir því að minnka muninn í byrjun seinni hálfleiks og gera leik úr þessu í lokin. Þeir náðu alltaf að halda okkur í þessari fjarlægð og sigldu sigrinum síðan nokkuð örugglega heim," sagði Sverre. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Sverre hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Sverre Jakobsson lék í tæpar 18 mínútur í vörninni gegn Dönum í kvöld. Hann reiknar með því að þetta hafi verið síðasti landsleikur hans en segist þó vera til taks í umspilsleikina í Evrópukeppninni verði kallað á hann. „Þetta eru bara mikil vonbrigði það er ekki mikið hægt að segja. Við vorum að elta allan tímann og þetta var bara erfitt. Við lendum undir í byrjun og vorum allan tímann að elta þá og því miður náðum við ekki að komast almennilega inn í leikinn," sagði Sverre. Var þetta kveðjuleikur þinn? „Já það er mjög líklegt ekki nema að eitthvað komi uppá og að Aron hringi vegna meiðsla eða hann lendi í einhverjum vandræðum. Annars lít ég á þetta sem minn síðasta landsleik," sagði Sverre. Viltu ekki taka einn eða tvo í viðbót til að ljúka ferlinum með sigri? „Jú, jú en annars er ég svo sem ekkert að pæla í þessu núna en ég leit á þetta sem minn síðasta leik og þess vegna er það ennþá sárara," sagði Sverre. Var eitthvað að í undirbúningi liðsins maður hlýtur að spyrja þeirrar spurningar því liðið var ekki að byrja marga leikina nógu vel? „Nei ég get ekki bent á neitt sem mér fannst að. Við undirbjuggum okkur á svipaðan hátt fyrir hvern leik og mér fannst við vel undirbúningar og tilbúnir með klárt plan bæði sóknar og varnarlega. En það tókst ekki að framkvæma það að minnsta kosti ekki í byrjun. Svo reyndum við að komast hægt og rólega inn í leikinn og vonuðumst eftir því að minnka muninn í byrjun seinni hálfleiks og gera leik úr þessu í lokin. Þeir náðu alltaf að halda okkur í þessari fjarlægð og sigldu sigrinum síðan nokkuð örugglega heim," sagði Sverre. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Sverre hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn