Umfjöllun: Þýskaland - Egyptaland 23-16 | Lichtlein magnaður í sigri Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2015 14:48 Dagur Sigurðsson byrjar vel með þýska landsliðið. Vísir/Eva Björk Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira