Snorri Steinn: Smá hnútur í maganum Arnar Björnsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson lék lengi í Danmörku og þekkir vel til mótherjanna sem hann þarf að eiga við á morgun. Á HM 2007 skoraði Snorri 15 mörk í frábærum handboltaleik gegn Dönum. Ísland mætir Dönum í kvöld klukkan 18.00. „Það eru ekki bara góðar minningar úr þeim leik því við töpuðum honum í 8-liða úrslitum og vorum grátlega nálægt því að fara í undanúrslit. Ég vona að leikurinn annað kvöld verði spennandi, góður handboltaleikur. Þetta eru bæði mjög góð handboltalið ef þau hitta á góðan dag,“ segir Snorri. „Það hefur verið smá rússibani í þessu hjá okkur og það vita allir hvernig leikurinn fer ef við spilum eins og á móti Tékkum. Það var léttir að komast í 16 liða úrslitin og gott að vera komnir áfram.“ „Pressan er á Dönum því það yrði mikið áfall fyrir þá ef þeir falla úr keppni. Auðvitað verðum við fúlir ef við töpum en við höfum sýnt það að við geta strítt bestu liðunum. Ef við hittum á góðan leik þá held ég að leikurinn verði spennandi.“ Þú spilaðir lengi í Danmörku og þekkir nánast alla í danska liðinu. Hvernig strákar eru þetta? „Þetta eru allt frábærir karakterar, góðir drengir og það var yndislegt að spila með þeim öllum. Ég get ekki sagt þér neitt leiðinlegt um neinn af þeim. Þetta eru miklir íþróttamenn og vilja mikið. Þeir eru svipaðir og við. Þeir eru hérna til þess að vinna gullið“. Þú hefur margoft flutt langa fyrirlestra í leikhléum íslenska liðsins, Gummi komst ekkert að? „Maður tekur alltaf eftir Gumma, hann er skoppandi eins og brjálaður maður á hliðarlínunni. Þegar leikurinn byrjar er þetta eitthvað sem maður pælir í. Þetta er meiri höfuðverkur þjálfaranna því þeir þekkja hvor annan betur en aðra þjálfara. Ég held að Danirnir gætu komið með fullt af hlutum gegn okkur og við þurfum að búa okkur undir þetta allt og lesa leikinn á meðan honum stendur“. Ertu kvíðinn eða spenntur? „Nei ég er langt frá því að vera kvíðinn alla vegana ennþá en það verður náttúrulega smá hnútur í maganum á morgun en meira spenningur. Það er alltaf skemmtilegt að spila svona leiki því þetta er bara bikarleikur. Við höfum allt að vinna því við erum litla liðið og það hefur oft hentað okkur ágætlega. Það breytir því ekki að við ætlum í þennan leik til að vinna, annað yrði bara vonbrigði.“ Allt viðtalið má sjá í viðtalinu hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Danir munu ekki koma strákunum okkar á óvart í kvöld með Guðmund Guðmundsson í brúnni. 26. janúar 2015 10:15 Mikkel Hansen: Veit ekki hvort Guðmundur sé stressaður Ein besta skytta heims segir það alltaf erfitt að spila gegn íslenska landsliðinu í handbola. Liðin mætast í kvöld. 26. janúar 2015 11:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék lengi í Danmörku og þekkir vel til mótherjanna sem hann þarf að eiga við á morgun. Á HM 2007 skoraði Snorri 15 mörk í frábærum handboltaleik gegn Dönum. Ísland mætir Dönum í kvöld klukkan 18.00. „Það eru ekki bara góðar minningar úr þeim leik því við töpuðum honum í 8-liða úrslitum og vorum grátlega nálægt því að fara í undanúrslit. Ég vona að leikurinn annað kvöld verði spennandi, góður handboltaleikur. Þetta eru bæði mjög góð handboltalið ef þau hitta á góðan dag,“ segir Snorri. „Það hefur verið smá rússibani í þessu hjá okkur og það vita allir hvernig leikurinn fer ef við spilum eins og á móti Tékkum. Það var léttir að komast í 16 liða úrslitin og gott að vera komnir áfram.“ „Pressan er á Dönum því það yrði mikið áfall fyrir þá ef þeir falla úr keppni. Auðvitað verðum við fúlir ef við töpum en við höfum sýnt það að við geta strítt bestu liðunum. Ef við hittum á góðan leik þá held ég að leikurinn verði spennandi.“ Þú spilaðir lengi í Danmörku og þekkir nánast alla í danska liðinu. Hvernig strákar eru þetta? „Þetta eru allt frábærir karakterar, góðir drengir og það var yndislegt að spila með þeim öllum. Ég get ekki sagt þér neitt leiðinlegt um neinn af þeim. Þetta eru miklir íþróttamenn og vilja mikið. Þeir eru svipaðir og við. Þeir eru hérna til þess að vinna gullið“. Þú hefur margoft flutt langa fyrirlestra í leikhléum íslenska liðsins, Gummi komst ekkert að? „Maður tekur alltaf eftir Gumma, hann er skoppandi eins og brjálaður maður á hliðarlínunni. Þegar leikurinn byrjar er þetta eitthvað sem maður pælir í. Þetta er meiri höfuðverkur þjálfaranna því þeir þekkja hvor annan betur en aðra þjálfara. Ég held að Danirnir gætu komið með fullt af hlutum gegn okkur og við þurfum að búa okkur undir þetta allt og lesa leikinn á meðan honum stendur“. Ertu kvíðinn eða spenntur? „Nei ég er langt frá því að vera kvíðinn alla vegana ennþá en það verður náttúrulega smá hnútur í maganum á morgun en meira spenningur. Það er alltaf skemmtilegt að spila svona leiki því þetta er bara bikarleikur. Við höfum allt að vinna því við erum litla liðið og það hefur oft hentað okkur ágætlega. Það breytir því ekki að við ætlum í þennan leik til að vinna, annað yrði bara vonbrigði.“ Allt viðtalið má sjá í viðtalinu hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Danir munu ekki koma strákunum okkar á óvart í kvöld með Guðmund Guðmundsson í brúnni. 26. janúar 2015 10:15 Mikkel Hansen: Veit ekki hvort Guðmundur sé stressaður Ein besta skytta heims segir það alltaf erfitt að spila gegn íslenska landsliðinu í handbola. Liðin mætast í kvöld. 26. janúar 2015 11:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Sjá meira
Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13
Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45
Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00
Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Danir munu ekki koma strákunum okkar á óvart í kvöld með Guðmund Guðmundsson í brúnni. 26. janúar 2015 10:15
Mikkel Hansen: Veit ekki hvort Guðmundur sé stressaður Ein besta skytta heims segir það alltaf erfitt að spila gegn íslenska landsliðinu í handbola. Liðin mætast í kvöld. 26. janúar 2015 11:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða