Toyota Aygo með opnanlegu þaki Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 14:45 Toyota Aygo með léttum blæjudúk. Nýr Aygo frá Toyota verður brátt í boði með opnanlegu þaki. Þar fer ekki eiginlegur blæjubíll því draga má dúkinn, sem á þaki bílsins er, að aftasta burðarbita bílsins smávaxna. Er það gert með rafrænum hætti og stjórnað með einum takka. Svona léttir og einfaldir blæjudúkar verða sífellt vinsælli á kostnað hefðbundinna blæjubíla sem pakka blæjum sínum vanalega í skottið með flóknum, þungum og rándýrum búnaði. Þannig hafa framleiðendur Fiat 500C, Citroën DS3 Cabrio, Renault Twingo, Peugeot 108 og Citroën C1 einmitt gert og fyrir vikið eru þeir aðeins lítillega dýrari en án þessa niðdraganlega dúks. Toyota Aygo mun kosta 895 breskum pundum meira með svona niðurdraganlegum dúk, eða sem nemur 180.000 krónum. Í sólríkum löndum er það vafalaust þess virði. Er það talsvert ódýrara en framleiðendur áðurnefndra keppinauta hans bjóða.Sniðugleg, einföld og ódýr útfærsla hjá Toyota. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Nýr Aygo frá Toyota verður brátt í boði með opnanlegu þaki. Þar fer ekki eiginlegur blæjubíll því draga má dúkinn, sem á þaki bílsins er, að aftasta burðarbita bílsins smávaxna. Er það gert með rafrænum hætti og stjórnað með einum takka. Svona léttir og einfaldir blæjudúkar verða sífellt vinsælli á kostnað hefðbundinna blæjubíla sem pakka blæjum sínum vanalega í skottið með flóknum, þungum og rándýrum búnaði. Þannig hafa framleiðendur Fiat 500C, Citroën DS3 Cabrio, Renault Twingo, Peugeot 108 og Citroën C1 einmitt gert og fyrir vikið eru þeir aðeins lítillega dýrari en án þessa niðdraganlega dúks. Toyota Aygo mun kosta 895 breskum pundum meira með svona niðurdraganlegum dúk, eða sem nemur 180.000 krónum. Í sólríkum löndum er það vafalaust þess virði. Er það talsvert ódýrara en framleiðendur áðurnefndra keppinauta hans bjóða.Sniðugleg, einföld og ódýr útfærsla hjá Toyota.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent