Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 10:45 Dagur Sigurðsson var svekktur með gang mála. Vísir/Getty Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun. HM 2015 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun.
HM 2015 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða