Það er ágætt að taka það fram að kynsjúkdómar smitast ekki við salernisferðir eða klósettsetur, heldur við slímhúð í slímhúð eða með blóði.
Á vef Landlæknisembættis má lesa sér ítarlega um alla helstu kynsjúkdómana en einnig koma þessir fræðslumolar þar fram:
- Sumir kynsjúkdómar fylgja þeim sem smitast alla ævi. Þetta á við kynsjúkdóma sem orsakast af veirum eins og HIV, kynfæravörtur og kynfæraáblástur.
- Aðra kynsjúkdóma getur maður fengið aftur og aftur. Það myndast ekki ónæmi gegn þeim þótt maður hafi áður fengið meðferð við þeim.
- Að vera með einn kynsjúkdóm getur auðveldað smit á öðrum kynsjúkdómum. Það er því hægt að hafa fleiri en einn kynsjúkdóm samtímis.
- Sumir kynsjúkdómar geta smitað fóstur á meðgöngu eða barn í fæðingu.
- Álíka margir karlar og konur fá kynsjúkdóma.

Það þarf að panta tíma áður en farið er á Húð og Kyn og má gera það í síma: 543-6350. Húð og & kyn er opið alla virka daga milli kl.8 og 16.
Í sjálfri skoðuninni er yfirleitt nóg að skila þvagprufu og svara nokkrum spurningum. Þú getur óskað eftir því að fá að skila einnig blóðprufu ( eins og til að kanna hvort þú sért með HIV) og/eða til að undirgangast ítarlegri skoðun.
Niðurstöður liggja yfirleitt fyrir innan nokkurra daga og er hægt að nálgast þær með símanúmeri eða í tölvupósti.
Ekki bíða eftir einkennum því allir kynsjúkdómar geta verið einkennalausir.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir kynsjúkdóm er með því að nota smokkinn eða stunda ekki kynlíf.