Spá 88,6 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:20 Í ár mun bílasala enn aukast í heiminum, ef spár ganga eftir. Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent