Það sem við vitum:
- 31 er látinn og fimmtán slasaðir. Samkvæmt nýjustu fréttum er tólf enn saknað.
- Myndir náðust af vélinni rétt áður en hún skall með vænginn á brú og hafnaði í Keelung ánni.
- 58 voru um borð í vélinni sem er af gerðinni ATR-72 - 51 fullorðinn, tvö börn og fimm áhafnarmeðlimir.
- Vélin var nýtekin á loft frá Songshan flugvelli í Taípei og var á leið til Kinmen-eyja, eyjaklasa undan strönd kínversku borgarinnar Xiamen í suðausturhluta landsins. Vélin var búin að vera fjórar mínútur á lofti áður en hún hrapaði.
- Flugturn missti sambandi við vélina klukkan 10:55 á staðartíma eða klukkan 2:55 í nótt.
- Vélin náði mest 1.350 feta hæð (411 metrar) áður en hún missti hæð.
- Að sögn News Asia eru flugritar vélarinnar fundnir.
- Að sögn taívanskra yfirvalda voru 31 farþegi kínverskir ferðamenn, ýmist frá Taívan eða meginlandi Kína.
- Flugnúmer vélarinnar var GE235. Flugvélin var einungis níu mánaða gömul og síðast skoðuð 26. janúar.
- Líklegt er talið að vélarbilun hafi orsakað slysið.
- Kvöld er nú skollið á í Taíwan en björgunaraðgerðir standa enn.

„Mayday, mayday, vélin brennur“ eiga að hafa veirð síðustu orð flugstjórans til flugumferðarstjóra áður en hann reyndi að snúa vélinni við til að lenda aftur á flugbrautinni.
Á sjónvarpsmyndum má sjá hvernig björgunarsveitir á bátum heyja örvæntingarfulla baráttu að ná farþegum út úr braki vélarinnar. Reyna þeir að ná farþegunum út með reipum. Einnig má sjá hvernig nokkrir farþeganna synda í land.
„Þetta lítur ekki vel út. Þeir farþegar sem sátu fremst í vélinni hafa líklegast farist,“ segir Wu Jun-Hung, talsmaður slökkviliðs og björgaraðgerða í Taípei, í samtali við AP.
Á myndunum má einnig sjá að vélin var mjög nærri því að skella á nokkur íbúðahús, en svo virðist sem hafi tekist að koma í veg fyrir enn frekari slys með því að stýra vélinni ofan í ána.

- Flugfélagið var stofnað árið 1951 og var fyrsta einkarekna flugfélagið sem var stofnað í Taívan í kjölfar borgarastyrjaldarinnar við kínverska kommúnistaflokkinn.
- Félagið býr yfir flugvélaflota með ellefu ATR-72 vélum og ellefu Airbus A320, A321 og A330.
- Í desember 2002 hrapaði fraktflugvél TransAsia á leið til Macao. Slysið var rakið til ísingar og fórust báðir flugmenn vélarinnar sem var af gerðinni ATR-72.
- Í mars 2003 slösuðust tveir þegar Airbus A321 vél TransAsia rakst á vörubíl á Tainan-flugvelli.
- Í júlí 2014 létust 48 af 58 farþegum ATR 72-600 vélar TransAsia sem brotlenti í Taívan.
- Heimildir: NRK, DPA, Airfleets.net

- Síðustu tuttugu árin hafa ólíkar gerðir af ATR 72 átt þátt í fjórtán flugslysum hið minnsta. Nærri 300 manns hafa samtals látist í þeim slysum.
- 31. október 1994 hrapaði 72-212 vél American Eagle í Indiana-ríki vegna íss. Allir 68 sem voru um borð fórust.
- 16. október 2013 hrapaði 72-600 Lao Airlines í Mekong-fljót skömmu fyrir áætlaða lendingu. Allir 49 um borð létust.
- 23. júlí 2014 hrapaði önnur ATR 72-600 vél TransAsia Airways á Taívan. 48 af 58 farþegum vélarinnar fórust.
- ATR er flugvélagerð unnin af Airbus og hinu ítalska Alenia Aermacchi. Vélarnar eru notaðar í innanlandsflugi fjölmargra flugfélaga víðs vegar um heim. Flugher Tyrklands og Pakistans notast einnig við vélina.
- Vélin er 27,2 metrar á lengd og með 27,1 metra vænghaf.
- Heimildir: NRK, DPA, Reuters og NTB.

Forstjórinn sagði félagið ætla að bíða leiðbeininga og tilmæla frá Flugmálaeftirlitinu áður en ákveðið verður að leggja öllum vélum flugfélagisins.
Vefsíðan flightglobal.com greinir frá því að á sama fréttamannafundi var greint frá því að bilun hafi nýlega komið upp í vinstri hreyfli vélarinnar, sem hafi verið lagaður í Macau.
Flugmaður GE235, Liaojian Zong, var með nærri 5.000 flugtíma reynslu. Auk Zong voru tveir reyndir flugmenn í flugstjórnarklefa vélarinnar.
Dagblaðið Apple Daily hefur rætt við lækninn sem hlúði að manninum sem ók leigubílnum sem flugvélin rakst í, skömmu áður en hún brotlenti í ánni. „Það leið yfir mig um leið og vélin rakst í bílinn,“ á leigubílstjórinn að hafa sagt við lækninn. Bílstjórinn, sem kallaður er Zhou, er enn á sjúkrahúsinu og segir læknir hans að honum sé mikið brugðið. Þá á hann að hafa fundið fyrir miklum sársauka í augum.
Undir kvöld í Taívan var unnið að því að hífa skrokk vélarinnar upp úr ánni.


UPDATE: 19 dead, 15 injured, 24 awaiting rescue in #TransAsia #GE235 crash http://t.co/Yd3N8HTCyb (Pic: Weibo) pic.twitter.com/4m7hoielgG
— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015
#TransAsia #GE235: Taiwan military to help in search and rescue efforts, reports @Reuters http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/E7s0oq7ZQn
— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015
Map from @AFP showing where #TransAsia #GE235 crashed in Keelung River in Taipei http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/BxIDjzkQz2
— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015
"We want to apologise again. We are very sorry": #TransAsia CEO Peter Chen
http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/8b3SIa8NMW
— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015
#TransAsia #GE235 #crash: rescue efforts continue into evening
updates of the situation: http://t.co/oSSt63nbOl pic.twitter.com/5cwBJEIsfT
— Focus Taiwan (@Focus_Taiwan) February 4, 2015
Photo of the cab hit as #GE235 flew over the freeway... very lucky http://t.co/pdjS4gPCmZ pic.twitter.com/TMOGmT0e5g
— Airline Reporter (@AirlineReporter) February 4, 2015
Taiwan deploys M3 amphibious bridging system in the recovery of #GE235 pic.twitter.com/pPayI0QRsP
— Alert 5 (@alert5) February 4, 2015
RT @BBCNewsAsia For more #TransAsia updates - Subscribe to our Twitter list here: http://t.co/W9Krnn0Iep pic.twitter.com/Lej55LrA7s #ViscountMFB
— Viscount MFB (@viscountmfb) February 4, 2015