Laumast í tökur á James Bond Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 09:27 Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent