Ný Kia Optima í Genf Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 11:38 Framhlutinn af nýjum Kia Optima. Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent