Eiga, eða mega, börn sofa uppí? sigga dögg skrifar 11. febrúar 2015 11:00 Deilir þín fjölskylda rúmi? Vísir/Getty Svefn barna er ávallt mikið til umræðu, sérstaklega þegar ung börn deila rúmi með foreldrum.Að leyfa ungabarninu að sofa nálægt móður á nóttunni hvetur til brjóstagjafarVísir/GettyRannsóknir hafa fært rök með og á móti því að ung börn deili rúmi með foreldrum sínum þá virðist vera galli á rannsóknum því þær tala um ólík form þess að deila svefnaðstöðu. Sumar rannsóknir tala um að börn eigi ekki að sofa uppí rúmi foreldra á meðan aðrar tala um að hafa rúm staðsett inni hjá foreldrum. Þá getur einnig skipt máli hvort móður reykti á meðgöngu, hvort barn sé á brjósti eða drekki pela, hvort móður sé með sítt hár og hvernig dýna og rúmgrind foreldrar hafa. Þegar niðurstöður rannsókna á hvað skiptir máli í svefni barna er skoðað er því mikilvægt að skoða hvernig rannsóknin var framkvæmd. Það eru bæði til taugafræðilegar, sögulegar og heilsufarslegar ástæður fyrir því að ung börn þurfi að sofa nálægt foreldrum sínum. Það að setja börn í eigin svefnherbergi til hvílu er vestrænt fyrirbæri sem er frekar nýlegt. Í Japan er algengt að börn sofi uppí án aukinnar hættu fyrir börnin er það talið renna stoðum undir það að það er ekki hætta við að börnin sofi uppí heldur hvernig sé staðið að því.Bæði móðir og barn geta aukið tenglsamyndun og sjálfstæði barns með því að deila svefnaðstöðuVísir/GettyÞað eru til einfaldar leiðbeiningar frá vefsíðunni Barnið okkar fyrir því að leyfa barninu að sofa uppí:Mátulegur hiti í herberginu (16-18 gráður)Dýnan sé ekki of mjúk (eykur líkur á að barn velti upp að foreldri)barn hafi eigin sæng og noti ekki koddaBarnið sofi á bakinu.Barnið sofi aldrei eitt í foreldrarúmiEngin laus bönd eða annað sé nálægt barni sem geti hert að hálsi (dæmi keðjur í snudduböndum) Móðir hafi sítt hár uppbundið.Möguleiki að barn liggi milli foreldra í sér einingu með köntum (fæst víða á netinu). Þetta má ekki vera úr plasti heldur verður að vera úr taui sem andar.Hægt er að hafa barnið í rimlarúmi sem er fest upp við rúm foreldra og þá er grindin tekin frá. Hafa í huga að rúmin séu vel fest saman. Vefsíðan Barnið okkar bendir á eftirfarandi þætti sem ætti að hafa í hugaHvenær barn ætti ekki að deila rúmi með foreldrum sínum?Sérstaklega er varhugavert og börn ættu ekki að deila rúmi með þeim sem:Reykja.Hafa notað áfengi eða önnur vímuefni.Nota lyf sem að valda syfju og slæva dómgreind.Hafa einhvern sjúkdóm eða ástand sem að skerðir getu þess til að sinna barninu.Eru mjög þreyttir og yfirkeyrðir og eiga erfitt með að vakna til barns.Ef að foreldri/foreldrar eru í mikilli ofþyngd (hætta á að barn velti upp að)Ekki er ráðlagt að fyrirburar eða léttburar sofi í rúmi foreldra sinna fyrstu vikurnar.Ekki er heldur ráðlagt að barn deili rúmi með foreldrum sínum ef að eldri systkini eða gæludýr eru í sama rúmi. (þó ef að eldra barn er í rúminu er hægt að hafa börnin sitt hvoru megin við sig)Svefnstaðir sem eru ekki öruggir eru:svefn barns í sófa með eða án foreldris,barn sofandi í fangi foreldris í stól.barn sofandi á grjónapúðabarn sofandi í ömmustól uppi á borði eða á mjúkum undirfleti s.s. rúmi (getur oltið)barn sofi á mjög mjúku undirlagi s.s. vatnsrúmi eða mjög mjúkri dýnu eða með kodda Heilsa Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Svefn barna er ávallt mikið til umræðu, sérstaklega þegar ung börn deila rúmi með foreldrum.Að leyfa ungabarninu að sofa nálægt móður á nóttunni hvetur til brjóstagjafarVísir/GettyRannsóknir hafa fært rök með og á móti því að ung börn deili rúmi með foreldrum sínum þá virðist vera galli á rannsóknum því þær tala um ólík form þess að deila svefnaðstöðu. Sumar rannsóknir tala um að börn eigi ekki að sofa uppí rúmi foreldra á meðan aðrar tala um að hafa rúm staðsett inni hjá foreldrum. Þá getur einnig skipt máli hvort móður reykti á meðgöngu, hvort barn sé á brjósti eða drekki pela, hvort móður sé með sítt hár og hvernig dýna og rúmgrind foreldrar hafa. Þegar niðurstöður rannsókna á hvað skiptir máli í svefni barna er skoðað er því mikilvægt að skoða hvernig rannsóknin var framkvæmd. Það eru bæði til taugafræðilegar, sögulegar og heilsufarslegar ástæður fyrir því að ung börn þurfi að sofa nálægt foreldrum sínum. Það að setja börn í eigin svefnherbergi til hvílu er vestrænt fyrirbæri sem er frekar nýlegt. Í Japan er algengt að börn sofi uppí án aukinnar hættu fyrir börnin er það talið renna stoðum undir það að það er ekki hætta við að börnin sofi uppí heldur hvernig sé staðið að því.Bæði móðir og barn geta aukið tenglsamyndun og sjálfstæði barns með því að deila svefnaðstöðuVísir/GettyÞað eru til einfaldar leiðbeiningar frá vefsíðunni Barnið okkar fyrir því að leyfa barninu að sofa uppí:Mátulegur hiti í herberginu (16-18 gráður)Dýnan sé ekki of mjúk (eykur líkur á að barn velti upp að foreldri)barn hafi eigin sæng og noti ekki koddaBarnið sofi á bakinu.Barnið sofi aldrei eitt í foreldrarúmiEngin laus bönd eða annað sé nálægt barni sem geti hert að hálsi (dæmi keðjur í snudduböndum) Móðir hafi sítt hár uppbundið.Möguleiki að barn liggi milli foreldra í sér einingu með köntum (fæst víða á netinu). Þetta má ekki vera úr plasti heldur verður að vera úr taui sem andar.Hægt er að hafa barnið í rimlarúmi sem er fest upp við rúm foreldra og þá er grindin tekin frá. Hafa í huga að rúmin séu vel fest saman. Vefsíðan Barnið okkar bendir á eftirfarandi þætti sem ætti að hafa í hugaHvenær barn ætti ekki að deila rúmi með foreldrum sínum?Sérstaklega er varhugavert og börn ættu ekki að deila rúmi með þeim sem:Reykja.Hafa notað áfengi eða önnur vímuefni.Nota lyf sem að valda syfju og slæva dómgreind.Hafa einhvern sjúkdóm eða ástand sem að skerðir getu þess til að sinna barninu.Eru mjög þreyttir og yfirkeyrðir og eiga erfitt með að vakna til barns.Ef að foreldri/foreldrar eru í mikilli ofþyngd (hætta á að barn velti upp að)Ekki er ráðlagt að fyrirburar eða léttburar sofi í rúmi foreldra sinna fyrstu vikurnar.Ekki er heldur ráðlagt að barn deili rúmi með foreldrum sínum ef að eldri systkini eða gæludýr eru í sama rúmi. (þó ef að eldra barn er í rúminu er hægt að hafa börnin sitt hvoru megin við sig)Svefnstaðir sem eru ekki öruggir eru:svefn barns í sófa með eða án foreldris,barn sofandi í fangi foreldris í stól.barn sofandi á grjónapúðabarn sofandi í ömmustól uppi á borði eða á mjúkum undirfleti s.s. rúmi (getur oltið)barn sofi á mjög mjúku undirlagi s.s. vatnsrúmi eða mjög mjúkri dýnu eða með kodda
Heilsa Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira