Fastur á Kleifaheiði í óveðri í sex tíma og sér fram á að vera þar í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 17:02 Páll segist eiga eftir tæpt strik á olíugeyminum og að kyndingin hafi ekki svikið hann enn. „Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“ Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
„Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“
Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52
Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46
Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49