Tenniskappinn Rafael Nadal, sem oft er nefndur konungur leirsins, hefur ekki tapað mörgum viðureignum á leirvelli á sínum ferli.
Um helgina tapaði hann þó fyrir Ítalanum Fabio Fognini á Opna Rio-mótinu í Brasilíu. Það var í undanúrslitum mótsins og er þetta í fyrsta sinn í tólf ár sem hann tapar undanúrslitaleik á slíku yfirborði.
Hann hafði leikið 52 undanúrslitaleiki í röð á leir án þess að tapa en það gerðist loks um helgina. Nadal vann fyrsta settið, 6-1, en tapaði næstu tveimur 6-2 og 7-5.
Fognini mætti svo öðrum Spánverja, David Ferrer, í úrslitum mótsins en þar hafði sá síðarnefndi betur í tveimur setttum, 6-2 og 6-3. Ferrer var aðeins eina klukkustund og 23 mínútur að klára Fognini.
Þetta var annar sigur Ferrer á tímabilinu þar sem hann vann Opna katarska mótið í Doha í byrjun janúar.
Sögulegt tap hjá Nadal
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn