Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2015 20:30 Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira