Grátandi kornbarn huggað sigga dögg skrifar 9. mars 2015 09:00 Reifað barn í teppi Vísir/Skjáskot Óvær börn, kveisubörn eða bara ungabörn almennt, geta grátið og það geta komið tímabil þar sem þau eru nánast óhuggandi. Þá hefur reynst mörgum vel að vefja þau þétt inn í teppi, það sem kallast að reifa, til að róa þau. Talið er að þetta minni á gott knús eða faðmlag og því róist þau við þetta.Leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu benda foreldrum á eftirfarandi ráð til að hugga ungabörn:- Barninu er sveipað inn í teppi. Best er að nota teppi sem er hvorki of þykkt né teygjanlegt og er um 1 x 1 m eða stærra (t.d. flónel). Sveipa má barn með hendurnar beint niður eða uppúr þannig að það nái að snerta andlit sitt eða munn. Þá nær barnið að nýta sér meðfæddar huggunarleiðir til að róa sig, til dæmis með því að sjúga fingur.Mynd frá Landlæknisembættinu um hvernig megi reifa barnVísir/SkjáskotÝmis teppi er hægt að nota til að reifa barn inn í og hægt er að fjárfesta í teppum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir slíkt eða bara nota teppi sem er til á heimilinu og passar. - Þá er gott að halda á barninu í hliðarlegu, líkja eftir hljóðum úr móðurkviði, til dæmis með því að mynda shhhh hljóð (líkt og verið sé að sussa á einhvern) og sitja með barnið og rugga sér aðeins eða halda á því og sveifla (varlega en taktfast) fram og tilbaka þegar það er í fangi. - Einnig er vissara að kanna alltaf hvort skipta þurfi um bleyju, barnið sé svangt, því kalt eða of heitt, og ekki er verra að kanna hvort það vilji sjúga snuð, fingur eða mömmubrjóst en sogþörfin er mikil hjá nýfæddum börnum. Það er margt sem getur angrað ungabörn og það getur verið umhverfið sem eru í, áreiti, jafnvel of miklar heimsóknir en stundum virðist þeim bara líða illa og þá má prófa fyrrgreind ráð og kanna hvort þau hjálpi. Heilsa Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Óvær börn, kveisubörn eða bara ungabörn almennt, geta grátið og það geta komið tímabil þar sem þau eru nánast óhuggandi. Þá hefur reynst mörgum vel að vefja þau þétt inn í teppi, það sem kallast að reifa, til að róa þau. Talið er að þetta minni á gott knús eða faðmlag og því róist þau við þetta.Leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu benda foreldrum á eftirfarandi ráð til að hugga ungabörn:- Barninu er sveipað inn í teppi. Best er að nota teppi sem er hvorki of þykkt né teygjanlegt og er um 1 x 1 m eða stærra (t.d. flónel). Sveipa má barn með hendurnar beint niður eða uppúr þannig að það nái að snerta andlit sitt eða munn. Þá nær barnið að nýta sér meðfæddar huggunarleiðir til að róa sig, til dæmis með því að sjúga fingur.Mynd frá Landlæknisembættinu um hvernig megi reifa barnVísir/SkjáskotÝmis teppi er hægt að nota til að reifa barn inn í og hægt er að fjárfesta í teppum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir slíkt eða bara nota teppi sem er til á heimilinu og passar. - Þá er gott að halda á barninu í hliðarlegu, líkja eftir hljóðum úr móðurkviði, til dæmis með því að mynda shhhh hljóð (líkt og verið sé að sussa á einhvern) og sitja með barnið og rugga sér aðeins eða halda á því og sveifla (varlega en taktfast) fram og tilbaka þegar það er í fangi. - Einnig er vissara að kanna alltaf hvort skipta þurfi um bleyju, barnið sé svangt, því kalt eða of heitt, og ekki er verra að kanna hvort það vilji sjúga snuð, fingur eða mömmubrjóst en sogþörfin er mikil hjá nýfæddum börnum. Það er margt sem getur angrað ungabörn og það getur verið umhverfið sem eru í, áreiti, jafnvel of miklar heimsóknir en stundum virðist þeim bara líða illa og þá má prófa fyrrgreind ráð og kanna hvort þau hjálpi.
Heilsa Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira