Hrafn: Þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni Elvar Geir Magnússon í Ásgarði skrifar 5. mars 2015 21:54 Hrafn Kristjánsson messar yfir sínum mönnum. vísir/þórdís „KR-ingar komu inn eins og við ætluðumst til að þeir gerðu. Þeir tóku vel á því og sýndu mikinn karakter. Þeir eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ég vil meina að við höfum í rauninni gert það líka í rauninni," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir tapið gegn KR í Dominos-deildinni í kvöld. „Ég vil meina að við höfum lent í hvirfilbyl í þriðja leikhluta. Þá gerast hlutir sem gerast ekki oft. Þá komu stolnir boltar og ásetningsvilla og fjórða villa á nánast sömu sekúndunni á Dag Kár sem var búinn að vera að öllum ólöstuðum besti maður vallarins fram að því." Þessi atburðarás setti áætlanir Stjörnunnar algjörlega úr skorðum og KR-ingar komust á bragðið. Hrafn var ekki sammála dómurunum. „Ungur drengur sem er að reyna að vinna upp fyrir mistök pinnar boltann á spjaldið og kemur aðeins við líkama andstæðingsins með skrokknum á sér. Ef það er orðin óíþróttamannsleg villa í dag þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni sem maður á að bera fyrir þessum leik." „Ég þarf að skoða það aftur hvort hann hafi ekki bara í fjórðu villunni potað löngutöng í boltann. Að vera á 20 sekúndum kominn með fjórar villur á besta leikmann vallarins það breytir óneitanlega plönunum. Ég ætla ekki að tuða yfir villunum á móti Craion, stóru mennirnir voru með villurnar af ástæðu, hann er erfiður." Um framhaldið segir Hrafn að liðið þurfi tvo sigra til að eiga einhverja möguleika á heimaleikjaréttinum. „Þá er bara málið að ná í þá leiki. Við erum pínu fáliðaðir og höfum allavega misst Jón (Orra Kristjánsson) út tímabilið og svo þarf að sjá til með Tómas (Hilmarsson). Þetta getur orðið erfitt en það sagði enginn að þetta yrði auðvelt," segir Hrafn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Emil Barja með þrennu í fimmta sigri Haukanna í röð | Úrslit og tölfræði Skallagrímur og ÍR töpuðu bæði í botnbaráttu Dominos-deildarinnar. 5. mars 2015 21:09 Pavel nær úrslitakeppninni | Rifan í lærinu fundin Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í þremur síðustu leikjum liðsins í Dominos-deildinni samkvæmt frétt á heimasíðu KR en þar kemur einnig fram að að hann ætti að geta spilað með KR-liðinu í úrslitakeppninni. 5. mars 2015 14:54 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„KR-ingar komu inn eins og við ætluðumst til að þeir gerðu. Þeir tóku vel á því og sýndu mikinn karakter. Þeir eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ég vil meina að við höfum í rauninni gert það líka í rauninni," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir tapið gegn KR í Dominos-deildinni í kvöld. „Ég vil meina að við höfum lent í hvirfilbyl í þriðja leikhluta. Þá gerast hlutir sem gerast ekki oft. Þá komu stolnir boltar og ásetningsvilla og fjórða villa á nánast sömu sekúndunni á Dag Kár sem var búinn að vera að öllum ólöstuðum besti maður vallarins fram að því." Þessi atburðarás setti áætlanir Stjörnunnar algjörlega úr skorðum og KR-ingar komust á bragðið. Hrafn var ekki sammála dómurunum. „Ungur drengur sem er að reyna að vinna upp fyrir mistök pinnar boltann á spjaldið og kemur aðeins við líkama andstæðingsins með skrokknum á sér. Ef það er orðin óíþróttamannsleg villa í dag þá er ekki mikið eftir af tilþrifunum og ástinni sem maður á að bera fyrir þessum leik." „Ég þarf að skoða það aftur hvort hann hafi ekki bara í fjórðu villunni potað löngutöng í boltann. Að vera á 20 sekúndum kominn með fjórar villur á besta leikmann vallarins það breytir óneitanlega plönunum. Ég ætla ekki að tuða yfir villunum á móti Craion, stóru mennirnir voru með villurnar af ástæðu, hann er erfiður." Um framhaldið segir Hrafn að liðið þurfi tvo sigra til að eiga einhverja möguleika á heimaleikjaréttinum. „Þá er bara málið að ná í þá leiki. Við erum pínu fáliðaðir og höfum allavega misst Jón (Orra Kristjánsson) út tímabilið og svo þarf að sjá til með Tómas (Hilmarsson). Þetta getur orðið erfitt en það sagði enginn að þetta yrði auðvelt," segir Hrafn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Emil Barja með þrennu í fimmta sigri Haukanna í röð | Úrslit og tölfræði Skallagrímur og ÍR töpuðu bæði í botnbaráttu Dominos-deildarinnar. 5. mars 2015 21:09 Pavel nær úrslitakeppninni | Rifan í lærinu fundin Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í þremur síðustu leikjum liðsins í Dominos-deildinni samkvæmt frétt á heimasíðu KR en þar kemur einnig fram að að hann ætti að geta spilað með KR-liðinu í úrslitakeppninni. 5. mars 2015 14:54 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Emil Barja með þrennu í fimmta sigri Haukanna í röð | Úrslit og tölfræði Skallagrímur og ÍR töpuðu bæði í botnbaráttu Dominos-deildarinnar. 5. mars 2015 21:09
Pavel nær úrslitakeppninni | Rifan í lærinu fundin Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í þremur síðustu leikjum liðsins í Dominos-deildinni samkvæmt frétt á heimasíðu KR en þar kemur einnig fram að að hann ætti að geta spilað með KR-liðinu í úrslitakeppninni. 5. mars 2015 14:54