e-Golf slær í gegn í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 16:00 Gríðarlegur áhugi er fyrir rafbílum í Noregi. Auk mikillar vitundarvakningar um umhverfisáhrif rafbíla eru ívilnanir vegna rafbílakaupa mjög hagstæðar, en eins og á Íslandi eru hvorki vörugjöld né virðisaukaskattur lagður á rafbíla. Einnig hefur reynsla rafbílaeigenda verið mjög góð og er því stundum haldið fram að rafbílaeigendur séu sjálfir bestu sölumenn rafbíla. Sala rafbíla í Noregi er einstök í Evrópu, en 1 af hverjum 3 rafbílum sem seldust í Evrópu á árinu 2014 voru seldir í Noregi.Á síðastliðnu ári tvöfaldaðist rafbílasalan í Noregi frá árinu á undan, en seldir voru yfir 18.000 rafbílar til einkanota. Þetta jafngildir 12,5% af heildarbílasölu ársins, en til samanburðar var hlutfall rafbíla 5,5% af seldum bílum árið 2013. Enn er þó nokkuð í land með að markmið norsku ríkisstjórnarinnar um að 20-30% hluti bílasölunnar séu rafbílar eða tvíorkubílar náist, ogþÞví má reikna með áframhaldandi mikilli áherslu næstu árin á að gera leið rafbíla greiða inn á norskan bílamarkað.Frábærar viðtökur e-Golf í NoregiÁrið 2014 varð einnig ár Volkswagen Golf Í Noregi var, en þar seldust tæplega 10.000 VW Golf, sem er tæplega 7% af öllum seldum bílum til einkanota. Hér hafði innkoma e-Golf sterk áhrif, en bíllinn hefur hlotið mjög góðar viðtökur norskra bílakaupenda. Góð sala e-Golf og e-up! varð til þess að Volkswagen var söluhæsta vörumerkið með rafbíla til einkanota á arinu 2014. Góður árangur Volkswagen heldur áfram árið 2015, en í janúar var tæplega helmingur allra seldra rafbíla e-Golf, en afhentir voru tæplega 900 e-Golf í mánuðinum. Það er því óhætt að segja að e-Golf hafi tekið væna forystu á rafbílamarkaðinum í Noregi.e-Golf kominn til ÍslandsFyrstu Volkwagen e-Golf bílarnir voru afhentir íslenskum kaupendum í síðasta mánuði. Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkwagen hjá Heklu segir að fjölmargir hafi reynsluekið bílnum frá því að hann var kynntur á Íslandi og viðtökurnar séu afar jákvæðar. Það sem kemur fólki helst á óvart séu snerpan, hljóðlátur akstur, tæknin og þægindin í VW e-Golf. Árni telur að margar ástæður séu fyrir vinsældum e-Golf í Noregi. Bílinn byggir á 40 ára reynslu Volkswagen með Golf. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Akstursdrægni bílsins er allt að 190 km, sem gerir e-Golf að bíl sem hentar akstursþörfum langflestra. Árni segir þetta henta Íslendingum afar vel, enda sé meðalakstur Íslendinga undir 40 km á dag. Hægt er að reynsluaka Volkswagen e-Golf og e-up! hjá Heklu og minnir Árni á að ekkert jafnist á við prófa af eigin raun. Bílar video Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent
Gríðarlegur áhugi er fyrir rafbílum í Noregi. Auk mikillar vitundarvakningar um umhverfisáhrif rafbíla eru ívilnanir vegna rafbílakaupa mjög hagstæðar, en eins og á Íslandi eru hvorki vörugjöld né virðisaukaskattur lagður á rafbíla. Einnig hefur reynsla rafbílaeigenda verið mjög góð og er því stundum haldið fram að rafbílaeigendur séu sjálfir bestu sölumenn rafbíla. Sala rafbíla í Noregi er einstök í Evrópu, en 1 af hverjum 3 rafbílum sem seldust í Evrópu á árinu 2014 voru seldir í Noregi.Á síðastliðnu ári tvöfaldaðist rafbílasalan í Noregi frá árinu á undan, en seldir voru yfir 18.000 rafbílar til einkanota. Þetta jafngildir 12,5% af heildarbílasölu ársins, en til samanburðar var hlutfall rafbíla 5,5% af seldum bílum árið 2013. Enn er þó nokkuð í land með að markmið norsku ríkisstjórnarinnar um að 20-30% hluti bílasölunnar séu rafbílar eða tvíorkubílar náist, ogþÞví má reikna með áframhaldandi mikilli áherslu næstu árin á að gera leið rafbíla greiða inn á norskan bílamarkað.Frábærar viðtökur e-Golf í NoregiÁrið 2014 varð einnig ár Volkswagen Golf Í Noregi var, en þar seldust tæplega 10.000 VW Golf, sem er tæplega 7% af öllum seldum bílum til einkanota. Hér hafði innkoma e-Golf sterk áhrif, en bíllinn hefur hlotið mjög góðar viðtökur norskra bílakaupenda. Góð sala e-Golf og e-up! varð til þess að Volkswagen var söluhæsta vörumerkið með rafbíla til einkanota á arinu 2014. Góður árangur Volkswagen heldur áfram árið 2015, en í janúar var tæplega helmingur allra seldra rafbíla e-Golf, en afhentir voru tæplega 900 e-Golf í mánuðinum. Það er því óhætt að segja að e-Golf hafi tekið væna forystu á rafbílamarkaðinum í Noregi.e-Golf kominn til ÍslandsFyrstu Volkwagen e-Golf bílarnir voru afhentir íslenskum kaupendum í síðasta mánuði. Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkwagen hjá Heklu segir að fjölmargir hafi reynsluekið bílnum frá því að hann var kynntur á Íslandi og viðtökurnar séu afar jákvæðar. Það sem kemur fólki helst á óvart séu snerpan, hljóðlátur akstur, tæknin og þægindin í VW e-Golf. Árni telur að margar ástæður séu fyrir vinsældum e-Golf í Noregi. Bílinn byggir á 40 ára reynslu Volkswagen með Golf. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Akstursdrægni bílsins er allt að 190 km, sem gerir e-Golf að bíl sem hentar akstursþörfum langflestra. Árni segir þetta henta Íslendingum afar vel, enda sé meðalakstur Íslendinga undir 40 km á dag. Hægt er að reynsluaka Volkswagen e-Golf og e-up! hjá Heklu og minnir Árni á að ekkert jafnist á við prófa af eigin raun.
Bílar video Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent