500.000 Toyota Corolla á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:45 Tilbúin Toyota Corolla í Blue Springs. Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent
Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent