Í síðasta þætti bjó ég til tvo hristinga sem tilvalið er að fá sér í morgunsárið. Hér koma uppskriftirnar að
Spínat hristingur
Handfylli spínat
1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl)
2 cm engifer
1 msk chia fræ
1/2 banani
Létt AB mjólk, magn eftir smekk
Berja hristingur
3 dl frosin ber
1/2 banani
1 dl frosið mangó
1 msk chia fræ
Létt AB mjólk, magn eftir smekk
Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi í morgunsárið.
Fleiri uppskriftir má finna á matarbloggi mínu evalaufeykjaran.com
