Hage Geingob, verðandi forseti Namibíu, hefur tilnefnt Saara Kuugongelwa-Amadhila í embætti forsætisráðherra landsins. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu í sögu, samþykki þingið tilnefninguna.
Kuugongelwa-Amadhila hefur gegnt embætti fjármálaráðherra frá árinu 2002.
Geingob mun taka við embætti forseta 21. mars eftir að hafa sigrað í forsetakosningum í lok síðasta árs.
Geingob og Kuugongelwa-Amadhila eru í SWAPO-flokknum sem hefur verið við völd í landinu allt frá því að landið hlaut sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990.

