Enn mikil samþjöppun á matvörumarkaði Linda Blöndal skrifar 11. mars 2015 19:30 Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar. Samkeppnismál Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar.
Samkeppnismál Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira