Allt vitlaust á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar 11. mars 2015 11:30 Jimmy Graham mun spila með Seattle næstu árin. vísir/getty Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað. NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira
Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað.
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira