Óþekkur ökunemi Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 09:40 Það er erfitt starf að vera ökukennari og krefst heilmikillar þolinmæði. Nemendurnir eru misgóðir og margir þeirra reyna á þolrif kennaranna. Þessi hrekkur er einmitt þess eðlis að reyna á þolrifin, en þó á óvenjulegan hátt. Leona Chin er afar hæfur keppnisökumaður og driftari og landsmeistari meðal ökukvenna í Malasíu. Hún er hér klædd upp eins og saklaus skólastúlka sem fær hina ýmsu ökukennara til að fara með sér í fyrsta ökutímann. Í upphafi virðist hún afar slakur ökumaður og drepur iðulega á þeim öfluga bíl sem hún ekur. Það breytist þó skyndilega og fjandinn verður laus. Svipur ökukennaranna er ógleymanlegur við þessi hamskipti Leonu Chin og sumir þeirra telja þetta sitt síðasta (sjá myndskeið að ofan). Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Það er erfitt starf að vera ökukennari og krefst heilmikillar þolinmæði. Nemendurnir eru misgóðir og margir þeirra reyna á þolrif kennaranna. Þessi hrekkur er einmitt þess eðlis að reyna á þolrifin, en þó á óvenjulegan hátt. Leona Chin er afar hæfur keppnisökumaður og driftari og landsmeistari meðal ökukvenna í Malasíu. Hún er hér klædd upp eins og saklaus skólastúlka sem fær hina ýmsu ökukennara til að fara með sér í fyrsta ökutímann. Í upphafi virðist hún afar slakur ökumaður og drepur iðulega á þeim öfluga bíl sem hún ekur. Það breytist þó skyndilega og fjandinn verður laus. Svipur ökukennaranna er ógleymanlegur við þessi hamskipti Leonu Chin og sumir þeirra telja þetta sitt síðasta (sjá myndskeið að ofan).
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent