Pólska útgáfan af Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 14:06 Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent