Afkoma bænda afleit og staðan verst hjá tollvernduðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 21:33 Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“ Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“
Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira