Nýr Subaru sýndur í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:27 Subaru Exiga Crossover 7. Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent