Mengun nýrra bíla minnkaði um 2,6% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 09:42 Þétt bílaumferð í Þýskalandi. Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent