Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2015 09:55 Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Vísir/GVA Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent. Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent.
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent