Vill flóttamannabúðir í Níger og Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 10:10 Matteo Renzi segir að hægt væri að vinna úr hælisumsóknum flóttafólk í flóttamannabúðum í Evrópu. Vísir/EPA Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32