Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 15:49 Helgi Hrafn sagði að þrátt fyrir fullkominn ósigur Gylfa Ægissonar sé uppi krafa um að síðunni Barnaskjól verði lokað. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“ Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“
Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira