Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 10:32 Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna. Vísir/AFP Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira