Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 16:40 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, vill skoða það hvort leyfi eigi ökumönnum að taka bensín í gegnum sjálfsala á meðan verkfalli félagsins stendur. Vísir/GVA Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44