Hlaupahátíð Ármenninga í Laugardalnum Elísabet Margeirsdóttir skrifar 9. maí 2015 21:00 Sigurvegarar í karlaflokki, Guðni, Sæmundur og Guðni Páll Vísir/Bjarni Már Ólafsson Ármenningar stóðu fyrir mikilli hlaupahátíð í Laugardalnum í dag og hófs dagurinn með fjölmennu fjölskylduhlaupi í samstarfi við garðyrkjubændur. Hlaupið hófst við þvottalaugarnar og hlupu börn og fullorðnir saman um stíga og brekkur dalsins. Síðar um daginn kepptu margir af bestu hlaupurum landsins á sömu braut í Víðavangshlaupi Ármanns. Arnar Pétursson ÍR sigraði með yfirburðum í karlaflokki og í kvennaflokki sigraði María Birgisdótti, efnileg hlaupastúlka úr ÍR. Aníta Hinriksdóttir, ÍR keppti í dag í flokki 18-19 ára og sigraði hlaupið. ÍR náði náðu bestum árangri félaga og unnu þrefalt í karla- og kvennaflokki. Í tilkynningu frá Ármanni kemur fram að Frjálsíþróttasamband Ísland hafi farið vel yfir sín mál eftir mikla umræðu að loknu Víðavangshlaupi ÍR. Því hafi Þorsteinn Þorsteinsson verið skipaður yfirdómari mótsins í dag til að aðgæta að allt færi fram samkvæmt ströngustu reglum. Ármenningar merktu brautir vel, höfðu útbúið sérstaka borða til að tryggja að hvergi væri vafi á hvert brautin lægi og brautarverðir úr Hlaupahópi Ármanns stóðu vaktina og gættu vel allra horna. Helstu úrslit dagins: Karlar 7,5 km 1. sæti: Arnar Pétursson, ÍR 2. sæti: Sæmundur Ólafsson, ÍR 3. sæti: Guðni Páll Pálsson, ÍR Konur 7,5 km 1. sæti: María Birkisdóttir, ÍR 2. sæti: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR 3. sæti: Eva Skarpaas Einarsdóttir, ÍR Stúlkur 18-19 ára: Aníta Hinriksdótti, ÍR Piltar 18-19 ára: Jóhann Ingi Harðarson, ÍR Stúlkur 15-17 ára: Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR Piltar 15-17 ára: Daði Arnarson, Fjölni Stúlkur 13-14 ára: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR Piltar 13-14 ára: Ólíver Dór Örvarsson, Ármanni Stúlkur 12 ára og yngri: Þórey Kjartansdóttir, Ármanni Piltar 12 ára og yngri: Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, UMFL Heilsa Hlaup Tengdar fréttir Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Ekki er forsenda til að breyta neinu er varðar úrslitin í karlaflokki í Víðavangshlaupi ÍR þótt sigurvegarinn hafi stytt sér leið á lokasprettinum. 28. apríl 2015 10:50 Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Arnar Pétursson vonast til að atvikið í Víðavangshlaupi ÍR verði til að mótshaldarar læri af því. 30. apríl 2015 19:20 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist
Ármenningar stóðu fyrir mikilli hlaupahátíð í Laugardalnum í dag og hófs dagurinn með fjölmennu fjölskylduhlaupi í samstarfi við garðyrkjubændur. Hlaupið hófst við þvottalaugarnar og hlupu börn og fullorðnir saman um stíga og brekkur dalsins. Síðar um daginn kepptu margir af bestu hlaupurum landsins á sömu braut í Víðavangshlaupi Ármanns. Arnar Pétursson ÍR sigraði með yfirburðum í karlaflokki og í kvennaflokki sigraði María Birgisdótti, efnileg hlaupastúlka úr ÍR. Aníta Hinriksdóttir, ÍR keppti í dag í flokki 18-19 ára og sigraði hlaupið. ÍR náði náðu bestum árangri félaga og unnu þrefalt í karla- og kvennaflokki. Í tilkynningu frá Ármanni kemur fram að Frjálsíþróttasamband Ísland hafi farið vel yfir sín mál eftir mikla umræðu að loknu Víðavangshlaupi ÍR. Því hafi Þorsteinn Þorsteinsson verið skipaður yfirdómari mótsins í dag til að aðgæta að allt færi fram samkvæmt ströngustu reglum. Ármenningar merktu brautir vel, höfðu útbúið sérstaka borða til að tryggja að hvergi væri vafi á hvert brautin lægi og brautarverðir úr Hlaupahópi Ármanns stóðu vaktina og gættu vel allra horna. Helstu úrslit dagins: Karlar 7,5 km 1. sæti: Arnar Pétursson, ÍR 2. sæti: Sæmundur Ólafsson, ÍR 3. sæti: Guðni Páll Pálsson, ÍR Konur 7,5 km 1. sæti: María Birkisdóttir, ÍR 2. sæti: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR 3. sæti: Eva Skarpaas Einarsdóttir, ÍR Stúlkur 18-19 ára: Aníta Hinriksdótti, ÍR Piltar 18-19 ára: Jóhann Ingi Harðarson, ÍR Stúlkur 15-17 ára: Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR Piltar 15-17 ára: Daði Arnarson, Fjölni Stúlkur 13-14 ára: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR Piltar 13-14 ára: Ólíver Dór Örvarsson, Ármanni Stúlkur 12 ára og yngri: Þórey Kjartansdóttir, Ármanni Piltar 12 ára og yngri: Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, UMFL
Heilsa Hlaup Tengdar fréttir Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Ekki er forsenda til að breyta neinu er varðar úrslitin í karlaflokki í Víðavangshlaupi ÍR þótt sigurvegarinn hafi stytt sér leið á lokasprettinum. 28. apríl 2015 10:50 Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Arnar Pétursson vonast til að atvikið í Víðavangshlaupi ÍR verði til að mótshaldarar læri af því. 30. apríl 2015 19:20 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist
Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Ekki er forsenda til að breyta neinu er varðar úrslitin í karlaflokki í Víðavangshlaupi ÍR þótt sigurvegarinn hafi stytt sér leið á lokasprettinum. 28. apríl 2015 10:50
Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Arnar Pétursson vonast til að atvikið í Víðavangshlaupi ÍR verði til að mótshaldarar læri af því. 30. apríl 2015 19:20
Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43