Telja verkfallsbrot framin á Selfossi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. maí 2015 15:04 Verkfallsverðir Bárunnar hafa tekið sér stöðu fyrir utan fyrirtæki í bænum þar sem þeir telja verkfallsbrot vera framin, til að mynda á Subway. Vísir/Magnús Hlynur Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira