Audi A6 L E-Tron í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:15 Audi A6 L E-Tron. Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent
Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent