Efling
Félagsmenn Eflingar samþykktu í gær einróma að heimila atkvæðagreiðslur í samræmi við aðgerðaráætlun um boðanir verkfalla. Um er að ræða boðun skammtímaverkfalla frá 28.maí og ótímabundið frá 6.júní.
„Með samþykkt samninganefndarinnarinnar hefst aðdragandi að verkföllum sem geta orðið þau víðtækustu hérlendis þar sem bæði Flóafélögin, VSFK og Hlíf auk VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna eru með sameiginlegar aðgerðir,“ segir á vef Eflingar.
- 28. maí og 29. maí: Hópbifreiðafyrirtæki – frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí
- 30. maí og 31. maí: Hótel, gististaðir og baðstaðir – frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí
- 31. maí og 1. júní: Flugafgreiðsla – frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní
- 2. júní og 3. júní: Skipafélög og matvöruverslanir – frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní
- 4. júní og 5. júní: Olíufélög – frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní
- 6. júní: Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 6. júní 2015
Félagsmenn VR, aðildarfélög Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Flóabandalagsins; þ.e Eflingar, Hlífar og VSFK, hafa boðað til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum. Verði af verkfallinu hefjast aðgerðir fimmtudaginn 28. maí. Verkfallið mun ná til hópferðafyrirtækja, hótela, gististaða, baðstaða, flugafgreiðslu, skipafélaga, matvöruverslana og olíufélaga.
Það er sem hér segir:
- 28. maí og 29. maí: Hópbifreiðafyrirtæki - frá kl. 00:00 28. maí til 24:00 29. maí.
- 30. maí og 31. maí: Hótel, gististaðir og baðstaðir - frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí.
- 31. maí og 1. júní: Flugafgreiðsla - frá kl. 00:00 31. maí til kl 24:00 1. júní.
- 2. júní og 3. júní: Skipafélög og matvöruverslanir - frá kl. 00:00 2. júní til kl 24:00 3. júní.
- 4. júní og 5. júní: Olíufélög - frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní.
- 6. júní: Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 6. júní 2015.
Aðgerðir SGS munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga SGS. Verkfallið hófst fimmtudaginn 30.apríl og eftir það tóku við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26.maí.
- 6. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).
- 7. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).
- 19. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).
- 20. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).
- 26. maí 2015: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
BHM
Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Þar eru alls 676 í verkfalli hjá níu aðildarfélögum BHM.
Í dag er 29. dagur í verkfalli fimm þeirra, sem hófu aðgerðir 7. apríl. Um er að ræða:
• Félag geislafræðinga
• Félag lífeindafræðinga
• Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala
• Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.)
• Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
Þá hófst á 9. apríl ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 27. degi.
Þá hefur verkfall í dag staðið í 16. daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:
• Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun
• Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á
• Matvælastofnun
• Dýralæknafélag Íslands
Að auki stendur svo yfir verkfall Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar.