Halldór Ásgrímsson látinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 06:12 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Vísir/Teitur Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn. Hann lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Hann var þá staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Halldór fæddist í Vopnafirði árið 1947. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri úr Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir húsmóðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófið árið 1965 og varð löggiltur endurskoðandi árið 1970. Á árunum 1971 til 1973 stundaði hann framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn. Hann varð í kjölfarið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Hann varð síðan varaformaður Framsóknarflokksins árið 1980 og formaður hans árið 1994. Halldór var skipaður sjávarútvegsráðherra árið 1983 og gegndi því embætti til 1991. Hann var einnig samstarfsráðherra um norræn málefni árin 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989. Hann settist aftur í ráðherrastól árið 1995 og þá sem utanríkisráðherra. Hann gegndi því embætti til ársins 2004 en á árunum 1995–1999 var hann einnig samstarfsráðherra Norðurlanda. Hann var svo forsætisráðherra á árunum 2004–2006.Halldór tók svo við stöðuframkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs 2007 þar sem hann starfaði til 2013. Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur, þrjár uppkomnar dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn. Hann lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Hann var þá staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Halldór fæddist í Vopnafirði árið 1947. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri úr Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir húsmóðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófið árið 1965 og varð löggiltur endurskoðandi árið 1970. Á árunum 1971 til 1973 stundaði hann framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn. Hann varð í kjölfarið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1974. Hann varð síðan varaformaður Framsóknarflokksins árið 1980 og formaður hans árið 1994. Halldór var skipaður sjávarútvegsráðherra árið 1983 og gegndi því embætti til 1991. Hann var einnig samstarfsráðherra um norræn málefni árin 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989. Hann settist aftur í ráðherrastól árið 1995 og þá sem utanríkisráðherra. Hann gegndi því embætti til ársins 2004 en á árunum 1995–1999 var hann einnig samstarfsráðherra Norðurlanda. Hann var svo forsætisráðherra á árunum 2004–2006.Halldór tók svo við stöðuframkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs 2007 þar sem hann starfaði til 2013. Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur, þrjár uppkomnar dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira