Sushi að hætti Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran skrifar 18. maí 2015 12:32 Þetta lítur glæsilega út. visir.is/evalaufeykjaran Sashimi er japanskur réttur sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Það besta við þessa uppskrift er hversu einföld hún er. Þessi samsetning þ.e.a.s að bera lax fram með mangó, lárperu og ponzusósu er vinsælasta útgáfan og það er ekki að ástæðulausu. Ég smakkaði þennan rétt hjá svilkonu minni og kolféll fyrir honum, enda er hann afar ljúffengur. Ég mæli með að þið prófið og njótið vel.Innihald300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar1 lárpera, vel þroskað1 mangó, vel þroskað1 dl límónusafi¾ sojasósa½ rautt chili1 ½ msk kóríander¼ tsk rifið engifer1 msk vorlaukur, smátt skorinnsesamfræ, ristuðAðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og safa úr sítrusávöxtum. Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða maukið saman með töfrasprota. Geymið í kæliskáp á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og setjið á disk. Hellið sósunni yfir eða berið fram í sér skál. Ristið sesamfræ á pönnu og drefið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn.Nigiri er einfalt og ljómandi gott sushi. Hrísgrjónin eru formuð í aflanga kodda og yfir þá er lagður biti af hráu og fersku fiskmeti.Innihald350 g sushi hrísgrjón7 ½ dl vatnsalthrísgrjónaediksykurwasabi mauk300 g lax, beinhreinsaðurAðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann þannig að rétt malli og sjóðið í tíu mínútur við lægsta suðuhita. Takið pottinn af hitanum og hafið lok á. Látið standa í 10 mínútur áður en hrísgrjónin eru notuð til sushi gerðar. Setjið hrísgrjónin í pappírsklædda ofnplötu og hellið ediksblöndu yfir (blandið saman hrísgrjónaediki og sykri). Blandið vel saman og leyfið grjónunum að kólna alveg áður en þið notið þau. Nigiri koddar Notið matskeið til þess að fá sömu stærð, mótið hrísgrjónin í lófann og kreistið saman þar til myndast egglaga form. Smyrjið wasabi ofan á koddann og leggið þann fisk sem þið viljið yfir. Skerið niður vorlauk og chili og skreytið. Berið fram með engifer og sojasósu. Njótið vel. Hér finnið þið fleiri uppskriftir frá Evu Laufeyju. Eva Laufey Sjávarréttir Sushi Uppskriftir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sashimi er japanskur réttur sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Það besta við þessa uppskrift er hversu einföld hún er. Þessi samsetning þ.e.a.s að bera lax fram með mangó, lárperu og ponzusósu er vinsælasta útgáfan og það er ekki að ástæðulausu. Ég smakkaði þennan rétt hjá svilkonu minni og kolféll fyrir honum, enda er hann afar ljúffengur. Ég mæli með að þið prófið og njótið vel.Innihald300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar1 lárpera, vel þroskað1 mangó, vel þroskað1 dl límónusafi¾ sojasósa½ rautt chili1 ½ msk kóríander¼ tsk rifið engifer1 msk vorlaukur, smátt skorinnsesamfræ, ristuðAðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og safa úr sítrusávöxtum. Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða maukið saman með töfrasprota. Geymið í kæliskáp á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og setjið á disk. Hellið sósunni yfir eða berið fram í sér skál. Ristið sesamfræ á pönnu og drefið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn.Nigiri er einfalt og ljómandi gott sushi. Hrísgrjónin eru formuð í aflanga kodda og yfir þá er lagður biti af hráu og fersku fiskmeti.Innihald350 g sushi hrísgrjón7 ½ dl vatnsalthrísgrjónaediksykurwasabi mauk300 g lax, beinhreinsaðurAðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann þannig að rétt malli og sjóðið í tíu mínútur við lægsta suðuhita. Takið pottinn af hitanum og hafið lok á. Látið standa í 10 mínútur áður en hrísgrjónin eru notuð til sushi gerðar. Setjið hrísgrjónin í pappírsklædda ofnplötu og hellið ediksblöndu yfir (blandið saman hrísgrjónaediki og sykri). Blandið vel saman og leyfið grjónunum að kólna alveg áður en þið notið þau. Nigiri koddar Notið matskeið til þess að fá sömu stærð, mótið hrísgrjónin í lófann og kreistið saman þar til myndast egglaga form. Smyrjið wasabi ofan á koddann og leggið þann fisk sem þið viljið yfir. Skerið niður vorlauk og chili og skreytið. Berið fram með engifer og sojasósu. Njótið vel. Hér finnið þið fleiri uppskriftir frá Evu Laufeyju.
Eva Laufey Sjávarréttir Sushi Uppskriftir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira