Sendir skömmina heim: Getur ekki séð sér og börnum sínum farboða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:45 Jóhanna er ein af fjölmörgum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu sem eru í verkfalli. Vísir „Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér. Verkfall 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
„Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.
Verkfall 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira