Efast um að öll svínabú lifi verkfallið af Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2015 19:00 Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný. Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný.
Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira