Gremja eftir samningafund: „Peningar trompa alltaf fólkið, eða hvað?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 22:13 Aðalheiður Gígja og félagar hafa verið í verkfalli frá 7. apríl. Vísir „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við fulltrúa lífeindafræðinga á samningafundi á dögunum. Þetta fullyrðir Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur hjá Blóðbankanum, í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag. Umræddur fulltrúi lífeindafræðinga starfar með Aðalheiði Gígju í Blóðbankanum og hefur Aðalheiður eftir henni að hún hafi séð eftir því að „hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð.“ Bendir Aðalheiður Gígja á að fjögur ár taki að mennta sig sem lífeindafræðingur á meðan viðskipta- og hagfræðigráðu megi fá á þremur árum. Lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli fyrir hádegi frá 7. apríl síðastliðnum en þeir heyra undir Bandalag háskólamanna (BHM). Samninganefnd BHM fundaði með fulltrúum ríkisins í dag. Lagði ríkið fram tillögu sem svarar til um tólf prósenta hækkunar á launataxta á þremur árum, sum sé svipaðar prósentuhækkanir og Starfsgreinasambandinu standi til boða eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.Sýsla með peninga eða bjarga fárveiku fólki? „Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað?“ Aðalheiður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif að viðskiptafræðingurinn sýsli með peninga en þær lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk eins og hún orðar það. „Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn.“ Aðalheiður minir á að starf hennar sé mikilvægt, krefjist mikillar sérþekkingar þar sem unnið er á öllum tímum sólarhrings og oft undir miklu álagi.„Gleðin borgar ekki reikningana“ „Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast,“ segir Aðalheiður en minnir á eitt: „En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara.“ Aðalheiður minnir á að krafa hennar og samstarfsfólksins í Blóðbankanum eins og annarra á Landspítalanum sé ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun „eins og haldið hefur verið fram.“ „Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við fulltrúa lífeindafræðinga á samningafundi á dögunum. Þetta fullyrðir Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur hjá Blóðbankanum, í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag. Umræddur fulltrúi lífeindafræðinga starfar með Aðalheiði Gígju í Blóðbankanum og hefur Aðalheiður eftir henni að hún hafi séð eftir því að „hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð.“ Bendir Aðalheiður Gígja á að fjögur ár taki að mennta sig sem lífeindafræðingur á meðan viðskipta- og hagfræðigráðu megi fá á þremur árum. Lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli fyrir hádegi frá 7. apríl síðastliðnum en þeir heyra undir Bandalag háskólamanna (BHM). Samninganefnd BHM fundaði með fulltrúum ríkisins í dag. Lagði ríkið fram tillögu sem svarar til um tólf prósenta hækkunar á launataxta á þremur árum, sum sé svipaðar prósentuhækkanir og Starfsgreinasambandinu standi til boða eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.Sýsla með peninga eða bjarga fárveiku fólki? „Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað?“ Aðalheiður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif að viðskiptafræðingurinn sýsli með peninga en þær lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk eins og hún orðar það. „Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn.“ Aðalheiður minir á að starf hennar sé mikilvægt, krefjist mikillar sérþekkingar þar sem unnið er á öllum tímum sólarhrings og oft undir miklu álagi.„Gleðin borgar ekki reikningana“ „Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast,“ segir Aðalheiður en minnir á eitt: „En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara.“ Aðalheiður minnir á að krafa hennar og samstarfsfólksins í Blóðbankanum eins og annarra á Landspítalanum sé ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun „eins og haldið hefur verið fram.“ „Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00