Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 23:20 Birgitta er formaður Pírata. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum á Facebook. En þann 14. maí sagði hún: „Skagafjörður er Sikiley Íslands“ með frétt frá Stundinni sem fjallaði um skagfirsk áhrif á slit aðildarviðræðna ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið. Byggðaráðið samþykkti ályktun um málið á fundi sínum í morgun. „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði,“ segir í ályktuninni. Sveitarfélagið segir það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. Það sæmi hvorki þingmanni né nokkrum öðrum.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, May 14, 2015Lágkúruleg umræða „Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra. Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.“ Sjá einnig: KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var einnig ósáttur við ummælin og skrifaði pistil um málið fyrir nokkru. Taldi hann ummæli Píratans ekki boðleg; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum á Facebook. En þann 14. maí sagði hún: „Skagafjörður er Sikiley Íslands“ með frétt frá Stundinni sem fjallaði um skagfirsk áhrif á slit aðildarviðræðna ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið. Byggðaráðið samþykkti ályktun um málið á fundi sínum í morgun. „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði,“ segir í ályktuninni. Sveitarfélagið segir það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. Það sæmi hvorki þingmanni né nokkrum öðrum.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, May 14, 2015Lágkúruleg umræða „Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra. Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.“ Sjá einnig: KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var einnig ósáttur við ummælin og skrifaði pistil um málið fyrir nokkru. Taldi hann ummæli Píratans ekki boðleg; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“
Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira