Bjarni segir nauðsynlegt að ná sátt um virkjanamálin Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:30 Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira