Þingmenn kasti ekki rýrð á Alþingi eða skaði ímynd þess með framkomu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2015 15:16 Frá þingfundi á dögunum. vísir/stefán Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins. Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins.
Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira